Fréttir
03
12
2024

Skráning hafin í heilsueflingu 65+

Eftir: Sirrý 0

Hress heilsurækt hefur starfað í Hafnarfirði frá árinu 1987 og lengst allra fyrirtækja í bæjarfélaginu komið að heilsueflingu almennings á öllum aldursstigum.

Áralöng reynsla og þekking Hress heilsuræktar hefur sýnt fram á að heilsurækt styrki félagsleg tengsl, hefur jákvæð áhrif á andlega líðan og líkamlegt athverfi ásamt því að hægja á öldrun og auka líkur á sjálfstærði búsetu fram eftir aldri.

Markmið og ávinningur

Markmið Hress heilsuræktar er að auka heilsulæsi iðkenda með fjölbreyttri hreyfingu með hækkandi aldri. Með verkefninu verður boðið upp á fjölbreytta þjálfun til að mæta betur þörfum allra til að vekja áhuga á heilsurækt og stunda hana reglulega til heilsubóta. Þjálfunin miðast að því að bæta styrk, þol, líkamsbeitingu og liðleika með mælanlegum hætti.

Innifalið í heilsueflingu Hress:

  • Aðgangur að Hress heilsurækt með góðu aðgengi að vel útbúinni heilsurækt, tækjasal, hóptímum, búningaaðstöðu og saunabaði.
  • Einstaklingsmiðuð þjálfun og handleiðsla með aðgang að styrktar- og þolfimiþjálfurum
  • Styrktarþjálfun tvisvar í viku og þolþjálfun einu sinni í viku í tækjasal eða hóptíma.
  • Heilsutengd fræðsla, heilsufarsmælingar á sex mánaða fresti.
  • Aðgangur að fjölbreyttum hópatímum*
  • Aðgangur að lokuðum facebook hópi

*Hóptímar sem verða m.a. í boði:

  1. Mjaðmahópur fyrir fólk sem farið hefur í liðskiptaaðgerðir
  2. Gigtarhópur í innrauðum hita
  3. Bakhópur í innrauðum hita
  4. Verkjatímar í innrauðum hita
  5. Jafnvægishópur
  6. Þolfimi

Verð:

12 mánuðir 13.990.-  á mánuði

6. mánuðir 14.990.- á mánuði

 

Skráning fer fram í vefverslun Hress HÉR

 eða í móttöku Hress, netfanginu hress@hress.is, eða í síma síma 565-2212