Fréttir
06
01
2025

Skráningarbann í tíma

Frá og með 6. janúar tekur við skráningarbann fyrir þá sem skrá sig í tíma en mæta ekki.

Skráning í tíma

  • Skráning fer fram á Abler
  • Hægt er að skrá sig í tíma með allt að 48 klst. fyrirvara.
  • Skráning lokar 45 mínútum fyrir tímann.
  • Mikilvægt er að skrá sig inn með kennitölu í móttöku Hress þegar mætt er í tíma.
  • Ef þú skráir þig í tíma en ert ekki mætt/ur 5 mínútum fyrir tímann í móttöku Hress er plássinu úthlutað annað.
  • Við biðjum þig vinsamlega að bera virðingu fyrir náunganum og ekki skrá þig í tíma nema þú ætlir að mæta.
  • Ef þú þarft einhverra hluta vegna að afskrá þig úr tíma þá gerir þú það í gegn um Abler á sama hátt og þú skráðir þig í tímann.
  • Ef viðkomandi mætir ekki í skráðan tíma og afboðar sig ekki með minnst 45 mínútum á viðkomandi á hættu að vera sendur í skráningarbann í 7 daga. Skráningarbann tekur gildi samdægurs.