Stirðir karlar námskeið
NÝTT NÁMSKEIÐ HEFST 3. SEPTEMBER
Stór skemmtilegt námskeið sem hentar öllum körlum. Námskeiði er kennt tvisvar í viku í volgum sal, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 19:10 – 20:00
Hvernig væri að auka hreyfigetu, stuðla að minni stoðkerfisverkjum og upplifa frelsi til að stunda áhugamál sín án líkamlegra takmarkanna. Æfingar sem auka vellíðan, bæta starfsgetu, styrkja ónæmiskerfið og minka streitu.
• Léttum á stífni í kringum stærstu liðamót líkamans.
• Kennum stöður og æfingar til að vinna gegn stirðleika.
• Bætum styrk í baki, öxlum og kvið.
• Aukum liðleiki og bætum jafnvægi.
Innifalið: Ótakmarkaður aðgangur að tækjasal og opnum tímum.
Þjálfari námskeiðsins er Karítas Björgúlfsdóttir. Karítas lauk 200 klst Yogakennaranámi frá Yoga Teachers College árið 2021 og ári síðar lauk hún námi í öndunartækin frá sama skóla. Síðan þá hefur hún kennt yoga bæði í Tælandi og á Íslandi. Ung æfði hún fimleika en síðustu 15 árin hefur hún stundað ýmsa líkamsrækt og hefur því mikla reynslu á því sviði. Einnig hefur hún brennandi áhuga á heilbrigði, mataræði og drekkur í sig allt sem við kemur heilbrigðum lífsstíl.
Minnum á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja sem endurgreiða námskeiðskostnað.