Fréttir
27
10
2022

STYRKTARMÁLEFNI HRESSLEIKANA 2022

STYRKTARMÁLEFNI HRESSLEIKANA 2022

Í ár förum við óhefðbundna leið, við höfum ákveðið að styrkja þrjár fjölskyldur. Það eru þau:

Ösp Ásgeirsdóttir og fjölskyldan hennar. Ösp sem er alin upp í Hafnarfirði greindist með 4. stigs botnlangakrabbamein í desember á síðasta ári og hefur hún ekki getað stundað vinnu sl. mánuði vegna veikinda. Ösp er gift Jóni Grétari og eiga þau þrjú börn, Hreiðar Ægir Leví 15 ára, Óðinn Logi Leví 12 ára og Iðunn Vala Leví 8 ára.

Elsa Kristín Auðunsdóttir er Hafnfirðingur og fimm barna móðir sem missti unnusta sinn Þórð Kárason í ágúst á þessu ári. Börnin eru Kári 2 ára, Sunna 4 ára, Tinna 6 ára, Anna 8 ára og Laufey 17 ára. Það er gott að geta styrkt Elsu í hennar krefjandi verkefnum sem eru framundan.

Hreiðar Geir Jörundsson missti eiginkonu sína Svövu Bjarkadóttir í byrjun október frá þremur börnum þeim Klöru Lind 7 ára, Aldísi Evu 4 ára og Hektor Orra 6 mánaða. Hreiðar og börn eru búsett í Garðabæ. Það gott að geta stutt við bakið á fjölskyldunni á erfiðum tímum.

Styrknum verður deilt jafnt á milli allra.

Þetta eru 11 börn ásamt fjölsyldum þeirra sem við ætlum að taka utan um í stutta stund og reyna að leggja okkar af mörkum. Allt hjálpar til og erum við þakklát fyrir ykkar stuðning! Stöndum saman og hvetjum fólk til að taka þátt.

Söfnunarreikningur fyrir frjáls framlög:
Rkn: 135-05-71304
Kt: 540497-2149

Öllum er velkomið að taka þátt á leikunum. Þetta er algjör skemmtun og hreyfingar-sprengja þar sem við svitnum til góðs. Þátttaka kostar 3500 kr.- https://www.hress.is/product/hressleikar_lid/

Það er hægt að styrkja söfnunina með kaupum á HAPPDRÆTTISMIÐUM í móttöku HRESS, 500 kr.- miðinn. Eða leggja okkur lið með því að redda happadrættisvinningum eða gjöfum fyrir fjölskyldurnar. https://www.hress.is/product/happdraetti_22/

Ítarlegri umfjöllun um hverja fjölskyldu kemur inn síðar. Ef fólk vill styrkja málefnið á annan hátt (gjafir, gjafabréf, vinning í happdrætti o.fl.) er beðið að senda tölvupóst á linda@hress.

HRESSLEIKARNIR 2022 EVENT: https://fb.me/e/25NAxPqOh