
Stytting á skráningabanni og breytingar á skráningareglum.
Góða fréttir 

Stytting á skráningarbanni, eftirfarandi breytingar standa fyrir dyrum á næstu dögum (birt með fyrirvara um breytingar).
• Skráning fer fram í Abler smáforritinu eða á hress.is
• Hægt er að skrá sig í tíma með 49 klst* fyrirvara.
• Skráning lokar 45 mínútum fyrir tímann og eftir það er ekki hægt að afskrá sig úr tíma. Þetta á líka við um afskráningu á biðlista.
• Skráning fyrir morguntíma sem hefjast kl. 6:00 opna kl. 21:00 tveimur kvöldum fyrir tímann eða með 57 klst. fyrirvara.
• Mikilvægt er að skrá sig inn með kennitölu í ipadinn í móttöku Hress þegar mætt er í tíma. Sé það ekki gert lendir þú í skráningarbanni.
• Ef þú skráir þig í tíma en ert ekki mætt/ur 5 mínútum fyrir tímann í móttöku Hress getur plássinu verið úthlutað til annars.
• Við biðjum þig vinsamlega að bera virðingu fyrir náunganum og ekki skrá þig í tíma nema þú ætlir að mæta.
• Ef þú þarft einhverra hluta vegna að afskrá þig úr tíma þá gerir þú það í gegn um Abler smáforritið eða hress.is á sama hátt og þú skráðir þig í tímann.
• Ef viðkomandi mætir ekki í skráðan tíma og afboðar sig ekki með minnst 45 mínútum mun viðkomandi lenda í skráningarbanni í 3 daga.
• Skráningarbann er 100% sjálfvirkt kerfi.
• Lágmarksfjöldi í hvern tíma er 7 manns til að kennsla fari fram.
* Á við um alla hóptíma nema þá sem hefjast kl. 6:00.