Fréttir
05
05
2020

Tilkynning

Kæru Hressarar,

Við söknum þess að geta ekki opnað stöðina og hitt ykkur Hressa fólkið. Þetta er samt það skynsamlegasta í stöðunni á stórundarlegum tímum í sögunni.

Von okkar er að fá að opna í maí með fjölda takmarkanir og útitíma í huga.

Við erum að nota tímann vel. Á hverjum degi erum við að vinna að því að gera Hress að betri stöð þegar opnað verður aftur.

Við málum, tökum til, þrífum, breytum og bætum.

Þjálfarar sanka að sér visku og nýjungum sem skemmtilegt verður að kynna fyrir ykkur.

Einnig höfum við sent út tíma á Facebook síðu Hress, sem mjög margir hafa nýtt sér.

Alltaf höfum við þurft á ykkur að halda en nú sem aldrei fyrr.

Það er deginum ljósara að við viljum vera til staðar fersk og sterk þegar við megum opna aftur.

Við munum bæta ykkur þann tíma sem lokað hefur verið með gestakorti, eða framlengingu á korti sé þess óskað.

Einnig er hægt að leggja kortin inn og þá lækkar greiðslan í 1.500 kr. á mánuði.

Vakni upp spurningar sendið tölvupóst á linda@hress.is og nonni@hress.is og við svörum eins fljótt og auðið er.

Að sjálfsögðu reynum við að grípa öll þau úrræði sem í boði eru.

Ykkar stuðningur er okkur mikils virði.

Með kveðju frá Hress fjölskyldunni Linda, Nonni og starfsfólk.

Tengdar fréttir

05.05.2020

GOLF-FORM NÁMSKEIÐ

Höfundur: Sirrý

05.05.2020

NÝ NÁMSKEIÐ

Höfundur: Sirrý

05.05.2020

Tímataflan 27.maí 2020.

Höfundur: Sirrý

05.05.2020

Opnunartími í Maí

Höfundur: Sirrý

05.05.2020

SKRÁNINGAR Í TÍMA

Höfundur: Sirrý