Fréttir
20
10
2020

Uppfærðar fréttir varðandi covid

Kæru Hressarar,
Að vandlega athuguðu máli höfum við hjá Hress tekið ákvörðun um að leitast ekki við að nýta okkur glufu í reglugerð heilbrigðisráðuneytisins með miklum takmörkunum og opna fyrir hóptíma. Við lítum svo á að samfélagsleg ábyrgð og samstaða sé mikilvæg og munum því fara eftir tilmælum sóttvarnalæknis í þessum efnum.
Enn eru of mörg smit í samfélaginu og ljóst að staðan er viðkvæm.

Við munum hinkra eftir því að fá fullt leyfi til að opna starfsemina á ný, þrátt fyrir að sóttvarnir séu til fyrirmyndar hjá okkur og engin smit hafi komið upp í Hress. Við tökum stöðuna aftur um helgina og látum heyra frá okkur.
Við vonum innilega að við getum opnað sem fyrst og hvetjum ykkur til að hreyfa ykkur áfram.
Fylgist með okkur á Facebook og Instagram @hressgym þar sem við birtum æfingaáætlanir og æfingatíma sem gott að er fylgja.

Ps. Tímanum sem við lofuðum kl. 17:30 í dag með Helenu verður framfylgt.