Fréttir
22
10
2021

Hlaupastyrkur hefst 4.nóvember

Hlaupastyrkur hefst 4. nóvember!

Tímarnir eru kenndir alla fimmtudaga kl. 19:35

Námskeið í volgum/heitum sal hugsað fyrir hlaupara sem vilja styrkja sig, en hentar líka þeim sem vantar alhliða æfingar á móti t.d. göngum, hjóli eða öðru.
Þó að flestir hlauparar vilji eyða sem mestum tíma úti á hlaupum er styrktarþjálfun mikilvægur partur af æfingunum.
Styrktarþjálfun:
  • Byggir upp vöðva
  • Styrkir liðbönd, bein og sinar
  • Minnkar líkur á álagsmeiðslum
  • Eykur hraðann
  • Mjólkursýruþröskuldurinn hækkar
    ….og svo margt fleira!
Lögð verður áhersla á alhliða æfingar sem reyna á fleiri en einn vöðvahóp í einu og bæta líkamsstöðuna auk kjarnaæfinga (core)

Nánari upplýsingar má finna hér.