Fréttir
06
11
2018

Frétt af mbl af Hressleikunum

Eftir: Salka Salka 0

Mikið fjör var í lík­ams­rækt­ar­stöðinni Hress í Hafnar­f­irði í gær þegar Hress­leik­arn­ir fóru fram í ell­efta sinn. Hátt í 300 manns komu sam­an í stöðinni, sem þeir sem þekkja til vita að er ekki sú stærsta, og söfnuðu hátt í tveim­ur millj­ón­um króna fyr­ir gott mál­efni.

Í ár var ákveðið að styrkja Fann­eyju Ei­ríks­dótt­ur og fjöl­skyldu henn­ar, en Fann­ey greind­ist með leg­hálskrabba­mein á 21. viku meðgöngu og vegna al­var­leika meins­ins var son­ur henn­ar og Ragn­ars Snæs Njáls­son­ar tek­inn með keis­ara­sk­urði á 29. viku, en fyr­ir áttu þau fjög­urra ára gamla dótt­ur. Dreng­ur­inn er nú á vöku­deild og Fann­ey í lyfja- og geislameðferð.

„Það var upp­selt og það komust ekki fleiri fyr­ir í stöðinni,“ seg­ir Linda Björk Hilm­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Hress. 240 tóku þátt í leik­un­um auk þess sem tugi starfs­fólks þurfti til að halda utan um þetta allt sam­an.

Þátttakendur voru 240.
Þátt­tak­end­ur voru 240. Ljós­mynd/​Kristján Ari Ein­ars­son

Átta 30 manna lið taka þátt í Hress­leik­un­um sem sam­an­standa af átta mis­mun­andi stöðvum.

Að leik­un­um lokn­um komu Fann­ey og fjöl­skylda í Hress og Ragn­ar Snær ávarpaði þátt­tak­end­ur, sagði þeim  frá sögu fjöl­skyld­unn­ar og þakkaði stuðning­inn. Að sögn Lindu Bjark­ar var þetta hjart­næm stund og sást varla þurrt auga í saln­um.

Ragnar Snær og Fanney Eiríksdóttir ásamt syni sínum sem kom ...
Ragn­ar Snær og Fann­ey Ei­ríks­dótt­ir ásamt syni sín­um sem kom í heim­inn und­ir lok sept­em­ber. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Þeir sem ekki gátu tekið þátt í Hress­leik­un­um geta enn stutt við fjöl­skyld­una með því að leggja inn á styrkt­ar­reikn­ing­inn  0135-05-71304, á kenni­tölu 540497-2149 eða hringt í Hress og skráð sig í happa­drætti.

Ljós­mynd/​Kristján Ari Ein­ars­son
Ljós­mynd/​Kristján Ari Ein­ars­son
Ljós­mynd/​Kristján Ari Ein­ars­son
Ljós­mynd/​Kristján Ari Ein­ars­son
Ljós­mynd/​Kristján Ari Ein­ars­son