Fréttir
25
03
2020

HRESS LOKAR TÍMABUNDIÐ

HRESS LOKAR TÍMABUNDIÐ

Í ljósi heimsfaraldurs og fyrirmæla íslenskra yfirvalda um hert samkomubann hefur Hress lokað tímabundið frá og með þriðjudeginum 24. mars til og með 12. apríl nk.

Hress mun bæta upp tímabilinu sem verður lokað aftan við áskriftir og kort meðlima okkar eða í formi gestakorta.

Þó að komið hafi til tímabundinnar lokunar munum við nota tímann vel og gera það sem í okkar valdi stendur til að halda ykkur við heilsubætandi áform ykkar. Við kynnum þau áform fyrir ykkur á næstu dögum. Enn fremur munum við einbeita okkur að því að yfirfara alla aðstöðuna, viðhaldi, breyta og bæta svo upplifun ykkar verði enn og meiri þegar við opnum aftur. Það eru alltaf tækifæri í undarlegum aðstæðum, því það eru fáir dagar á ári sem lokað er í Hress.

Þjálfarar eru að viða að sér efni og nýjungum sem munu gleðja ykkur um leið og við opnum á ný.

Á tímum sem þessum er mikilvægt að við stöndum saman og gerum það sem í okkar valdi stendur til að hefta útbreiðslu Covid-19.

Það skiptir höfuð máli á erfiðum tímum að við hugum að andlegri og líkamlegri heilsu og gætum þess að hreyfa okkur daglega.

Við treystum á ykkur og komumst í gegnum þetta saman.

Starfsfólk Hress. #stayhome