Fréttir
28
01
2019

HRESSLEIKA þakklæti

Eftir: Sirrý 0
Vorum að fá þessa einstaklega fallegu kveðju frá Fanney Eiríksdóttur og fjölskyldu sem við styrktum á Hressleikunum:

Ég vil byrja á því að þakka öllum þeim sem komu að Hressleikunum! Takk fyrir allan stuðninginn, þetta er alveg hreint ómetanlegt. Þetta hefur hjálpað svo gríðarlega mikið á erfiðum tímum.
Ég er og mun ávallt vera gríðarlega þakklát fyrir þetta frábæra framtak og mér finnst yndislegt og magnað hvað Hressleikarnir eru að hjálpa mörgum sem þurfa á því að halda og ekki má gleyma hversu frábært fólk það er sem kemur að þeim.

Ég vildi einnig update-a ykkur um stöðuna á mínum málum.
Ég fór í segulómun um daginn og fékk góðar fréttir.
Útlitið var svo svart á ákveðnum tímapunkt þar sem geislarnir virtust ekki vera að virka alveg nógu vel, en um leið og hægt var að framkvæma innri geislana þá fór æxlið loksins að minnka almennilega!
Það fer minnkandi og vonum bara að góðu fréttirnar haldi áfram. Ég mun fara í jáeindarskannan í feb/mars og þá mun allt koma betur í ljós, því hann er jú það nákvæmasta sem við eigum þegar kemur að því að greina almennilega krabbamein og hvar það er.

Takk enn og aftur fyrir allt saman ❤️

Bestu kveðjur,
Fanney og fjölskylda

 

Tengdar fréttir

28.01.2019

Lokað 17. júní

Höfundur: Sirrý

28.01.2019

Sumarform með Gyðu

Höfundur:

28.01.2019

SUMARÁSKORUN Í 25 DAGA KARLAR

Höfundur:

28.01.2019

SUMARÁSKORUN Í 25 DAGA

Höfundur:

28.01.2019

Páskadagskrá 2019

Höfundur: Sirrý