Fréttir
13
10
2022

HRESSLEIKAR 2022

🧡 HRESSLEIKARNIR 2022 🧡

Góðgerðarleikarnir okkar verða haldnir laugardaginn 5. nóvember frá 9:00-11:00.
Leikarnir eru tveggja tíma skemmtilegt æfingapartý. Sjö lið í 30 manna hópum, hver hópur er með sitt litaþema.
Við styrkjum gott málefni og allur ágóði rennur til einstaklings/fjölskyldu og munum við tilkynna styrktarmálefnið á næstu dögum.

Forsala á heilum liðum hefst fimmtudaginn 13. október kl. 10.00, staðgreiðsla eða leggja inn á reikning Hressleikanna: 135- 05-71304 kt. 540497-2149. (Hafið samband við móttöku varðandi lit á liðinu)
Sala á plássi á leikana hefst föstudaginn 14. október kl. 12:00 í netverslun Hress.
Þátttökugjald er 3.500 kr. á mann og eru allir velkomnir. Heilt lið kostar 105.000 kr.
Happdrættið verður í móttöku Hress eins og alltaf, sala á línum 500 kr. hefst 13. október kl. 10:00. – Ef þið hafið kost á að styrkja okkur um vinninga er það vel þegið.