Fréttir
14
10
2017

HRESSLEIKARNIR 2017

Eftir: 0

Þann 4. nóvember verða Hressleikarnir haldnir í 10 skipti á 30 ára afmæli HRESS.
Hressleikarnir eru góðgerðaleikar þar sem viðskiptavinir, starfsfólk og aðrir gestir safna fyrir einstakling eða fjölskyldu sem þarf á stuðningi að halda. Við púlum, svitnum og söfnum peningum í tveggja tíma æfingapartíi í Hress. Starfsfólk Hress verður í geggjuðu stuði og Júlla Diskó sér um tónlistina. Sigþór Árnason mun stjórna leikunum á gólfinu og allir hinir skemmtilegu þjálfararnir okkar verða með 8 lið um alla stöð. Vertu með og gleðin mun góma þig.
Aðgangur kostar 2.500 og rennur allur í söfnunina.
Söfnunarreikningur HRESSLEIKANNA er þessi:
0135-05-71304 á kenni­tölu 540497-2149.

Skráning á leikanna hefst 20.okt. kl. 06.00.
Happdrættislínur verða seldar á 500 kr. frá 20. okt.

Tengdar fréttir

14.10.2017

Lokað 17. júní

Höfundur: Sirrý

14.10.2017

Sumarform með Gyðu

Höfundur:

14.10.2017

SUMARÁSKORUN Í 25 DAGA KARLAR

Höfundur:

14.10.2017

SUMARÁSKORUN Í 25 DAGA

Höfundur:

14.10.2017

Páskadagskrá 2019

Höfundur: Sirrý