Fréttir
11
10
2023

HRESSLEIKARNIR 2023

Góðgerðarleikarnir okkar verða haldnir laugardaginn 4. nóvember frá klukkan 9:00-11:00.
Leikarnir eru tveggja tíma skemmtilegt æfingapartý þar sem sjö þrjátíu manna lið æfa saman.
Við styrkjum gott málefni þar sem allur ágróði rennur til einstaklings/fjölskyldu. Við tilkynnum styrktarmálefnið á næstu dögum.
Forsala á heilum liðum hefst fimmtudaginn 12. október kl. 10:00, heilt lið kostar 120.000 og hægt er að staðgreiða eða leggja inn á reikning Hressleikana: 135- 05-71304 kt. 540497-2149. (Hafið samband við móttöku varðandi lit á liðinu)
Sala á almennu plássi hefst föstudaginn 13. október kl. 12:00 í netverslun Hress. Þátttökugjald er 4.000 kr. á mann og eru öllum velkomið að taka þátt, meðlimir Hress sem og aðrir.
Happdrættið verður í móttöku Hress eins og alltaf, sala á línum kostar 500 kr. hefst 13. október kl. 10:00. – Ef þið hafið kost á að styrkja okkur um vinninga er það vel þegið 🧡