Fréttir
01
03
2024

Infra Power Námskeið

Infra Power er lokað námskeið fyrir þau sem vilja ná árangri og vera í sínu besta form. Sjáðu hvað tveir morgnar í viku, infrahiti og hvetjandi tónlist getur gert fyrir þig.
Námskeiðið er fjórar vikur, hefst 4. mars og lýkur 27. mars. Kennt er tvisvar í viku mánudaga og miðvikudaga kl. 6:00 – 6:55 í ný uppgerðum sal með Infra rauðum ljósum. Aðgangur að öllum opnum tímum og tækjasal fylgir námskeiðinu.
Æfingar sem virka, kveikja á brennslu, tóna líkamann og koma þér í þitt besta form. Ráðleggingar um mataræði og heilsusamlegur fróðleikur til þess að hjálpa þér að ná enn meiri og betri árangri.
Ávinningurinn af því að æfa í infrarauðum hita er mikill. Rannsóknir sýna fram á mikla kosti eins og aukið blóðfræði, eiturefnalosun með meiri svita myndun, bættum liðleika og aukinni hitaeiningabrennslu.
Þjálfari námskeiðsins er Karítas Björgúlfsdóttir. Karítas lauk 200 klst Yogakennaranámi frá Yoga Teachers College árið 2021 og ári síðar lauk hún námi í öndunartækin frá sama skóla. Síðan þá hefur hún kennt yoga bæði í Tælandi og á Íslandi. Ung æfði hún fimleika en síðustu 15 árin hefur hún stundað ýmsa líkamsrækt og hefur því mikla reynslu á því sviði. Einnig hefur hún brennandi áhuga á heilbrigði, mataræði og drekkur í sig allt sem við kemur heilbrigðum lífsstíl.
Skráðu þig strax þar sem mjög takmarkaður hópur kemst á hvert námskeiðið.
Minnum á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja sem endurgreiða námskeiðskostnað.