Fréttir
01
11
2023

Mikilvægar upplýsingar fyrir Hressleikana

Mikilvægar upplýsingar fyrir Hressleikana
HRESS lokar kl. 17:30 föstududaginn 3. nóvember og er lokað milli kl. 8:00-11:30 laugardaginn 4. nóvember fyrir þá sem ekki sækja Hressleikana.
HRESSLEIKARNIR snúast um að svitna til góðs þar sem við hreyfum okkur í 105 mínútur og styrkjum gott málefni.
Sjö lið taka þátt, Blátt, Rautt, Svart, Bleikt, Appelsínugult, Fjólublátt og Grænt. Liðin mæta öll í sínum lit og æfa saman sem hópur. Æft er í sjö lotum, hver lota er í 15 mínútur. Liðsstjóri leiðir hópinn sinn á milli stöðva og heldur uppi stuðinu.
Við hvetjum alla til að mæta með síma og taka myndir á meðan viðburðurinn stendur. Endilega merkið okkur @hressgym á Instagram eða HRESS á Facebook
Ágóði af leikunum og happdrættinu rennur til Glódísar Leu.
Minnum á happdrættið okkar, hellingur að dásamlegum vinningum: https://www.hress.is/product/happdraetti_hress/