
Ný námskeið hefjast 8. október
Þann 8. október hefjast ný námskeið hjá okkur. Í boði verða eftirfarandi:
KREFJANDI
Námskeið sem varir í 35 daga fyrir fólk í ágætu formi sem vill hámarka árangur sinn. Á námskeiðinu verður lagt upp með þrjá nauðsynlegustu þætti þjálfunar sem eru vöðvaþol, styrkur og hjarta- og æðakerfið.
GYM FIT KVENNA OG KARLA
Það er margra ára reynsla og þekking okkar sem kemur þáttakendum í drauma formið. Fjölbreytni er í fyrirrúmi og þátttakendur kynnast öllu því besta sem Hress hefur upp á að bjóða.
PILATES KLASSIK
Í tímunum er tekið vel á öllum líkamanum án hamagangs og henta tímarnir því vel öllum aldurshópum (bæði konum og körlum). Kennt í volgum sal.
HOT YOGA ÁSKORUN
Mögnuð blanda af krefjandi Hot Yoga, hugleiðslu og núvitund. Námskeiðið er ætlað fyrir þá sem hafa grunn í yoga
og vilja taka iðkun sína einu skrefi lengra.
Hægt er að fræðast meira um námskeiðin undir Námskeið á heimasíðunni eða í móttöku Hress. Verslaðu hér