Power Pilates & Yoga námskeið
Lokað 5 vikna Power Pilates & Yoga námskeið kennt á mánudögum og miðvikudögum kl. 6:05-6:55.
Námskeið hefst 4. september til 4. október.
Hér er í boði námskeið sem kemur lífinu á réttan kjöl, léttir lundina og það sem meira er kemur þér í frábært form.
Æfingarnar eru blanda af Pilates og Yoga, þær styrkja allan líkamann, móta, mynda fallega og langa vöðva.
Innifalið:
• Aðgangur að öllum opnum tímum og tækjasal
• Ráð um mataræði og gullkorn inn í daginn
• Bætum tækni, grunnbrennslu og styrk
• Einstaklingsmiðuð þjálfun
• Hugleiðsla
• Óvæntur glaðningur
Þjálfari námskeiðsins er Karitas Björgúlfsdóttir.
Karítas lauk 200 klst Yogakennaranámi frá Yoga Teachers College árið 2021 og ári síðar lauk hún námi í öndunartækin frá sama skóla. Síðan þá hefur hún kennt yoga bæði í Tælandi og á Íslandi. Ung æfði hún fimleika en síðustu 15 árin hefur hún stundað ýmsa líkamsrækt og hefur því mikla reynslu á því sviði. Einnig hefur hún brennandi áhuga á heilbrigði og mataræði og drekkur í sig allt sem við kemur heilbrigðum lífsstíl.
Minnum á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja sem endurgreiða námskeiðskostnað.