Fréttir
07
09
2023

Sterkar 40+

Lokað 5 vikna námskeið fyrir konur yfir fertugt sem vilja styrkja sig.
Námskeiðið hefst 11. september og er kennt mánudaga og miðvikudaga kl. 17:30-18:25.
Það er fátt sem kemur konum í betra form en styrktarþjálfun. Lærðu að lyfta lóðum þannig að þú náir auknum styrk og mælanlegum árangri á sem skemmstum tíma. Með markvissum lyftingum undir tryggri stoð Guðfinnu lærir þú að styrkja alla helstu vöðvahópa líkamans, bætir líkamlegt atgervi og grunnbrennslan eykst til muna.
Þjálfað er eftir árangursríku æfingakerfi þar sem álag, endurtekningar og vöðvajafnvægi er úthugsað. Hentar bæði byrjendum og þeim sem vilja bæta sína þjálfun.

Innifalið:
• Þjálfun tvisvar í viku.
• Ótakmarkaður aðgangur að tækjasal og opnum tímum.
• Fræðsla um hormónabreytingar og heilsutengd málefni.
• Óvæntur glaðningur.

Þjálfari námskeiðsins er Guðfinna Katharina Sigurðardóttir (Guffa) en hún er einn af okkar reyndustu þjálfurum. Hún átti og rak Púls 180 á Akureyri. Starfaði sem aðal þjálfari í Aktiverum í Helsingborg sem er ein stærsta heilsuræktarstöð Svíþjóðar.. Guðfinna hefur einnig séð um að mennta þjálfara fyrir FIA – Fitness industry alliance. Hún hefur starfað sem hóptímakennari og einkaþjálfari i Þýskalandi, Danmörku, Frakklandi, Monacco og Dubai. Við mælum innilega með Guðfinnu, hún er algjör reynslubolti og skemmtileg í þokkabót
Minnum á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja sem endurgreiða námskeiðskostnað.