
Strákar 12-15 ára hefst 12.09.23
Frábært 14 vikna námskeið þar sem þú kynnist öllu því helsta sem boðið er upp á í heilsurækt í dag.
Námskeiðið hefst 12. September – 15. Desember og kennt er þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga kl. 16:15-17:00.
Uppbyggjandi æfingar undir leiðsögn Gunnars Karls og Gunnars Pétur sem hafa slegið rækilega í gegn.
Lyftum lóðum þannig að allir nái bættum árangri. Lærum rétta tækni til að koma í veg fyrir álagsmeiðsl ásamt því að bæta líkamsstöðu. Einstök alhliða þjálfun þar sem lögð er áhersla á vel samsetta styrktar- og þolþjálfun.
Hentar bæði byrjendum og þeim sem vilja bæta líkamsástand sitt til muna í leik og starfi.
Innifalið
• Þrír fjölbreyttir tímar þrisvar á viku
• Einstaklingsmiðuð þjálfun
• Fræðsla sem veitir góða þekkingu á almennri heilsurækt.
• Óvæntur glaðningur
Þjálfarar námskeiðsins eru þeir Gunnar Karl og Gunnar Pétur. Gunnar Karl Gunnarson er menntaður IAK einka- og styrktarþjálfari. Gunnar Pétur Harðarson er einnig menntaður er menntaður IAK einka- og styrktarþjálfari ásamt því að vera með þjálfaragráðu frá ÍSÍ.
Möguleiki á að fá námskeiðið metið sem valgrein í grunnskólum.
Minnum á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja sem endurgreiða námskeiðskostnað.