Fréttir
25
10
2021

Styrktartími CHCC

Styrktartími CHCC

Þann 29. október kl. 17:30 verður haldin styrktartími CHCC á vegum þriggja þjálfara í HRESS!
Unnið verður í þrem sölum undir stjórn Gyðu Eiríksdóttur, Helenu Björk Jónsdóttur og Gunnars Péturs Harðarsonar.
Þetta verður 75 mínútna keyrsla þar sem unnið verður í þremur sölum.  Í sal 1 (heitur salur) verður Helena HIIT,  í sal 2 (hjóla sal)  verður Gyða með SPINNING og í sal 3 verður Gunnar Pétur með PARA-WOD.  Skipt verður í þrjá hópa svo allir fá 25 mínútur í hverjum sal.

Allir sem mæta fá: AMINO VIBE frá Bætiefnabúllunni, HLEÐSLU frá MS og BANANA frá Fjarðakaupum.

Aðgangsverð er 2.000 krónur sem greiða þarf við skráningu.
Skráning fer fram á chcctimi@gmail.com þar sem þið fáið frekari upplýsingar um greiðslu.

A.T.H. Takmarkaður fjöldi! 

 

Nánari upplýsingar um CHCC samtökin:

CHCC – child health community center samtökin. Söfnunin stendur fyrir næringar kexi fyrir munaðarlaus börn með mikinn næringarskort í Úganda.
Child health community centre eru góðgerðasamtök, rekin af sjálfboðaliðunum bæði á Íslandi og í norður Úganda. Tilgangur og markmið félagsins er að betrumbæta líf munaðarlausra barna, barna sem hafa verið yfirgefin og barna sem eiga líkamlega og/eða andlega fatlaða foreldra, og börnum sem koma frá mjög fátækjum heimilum í norður Úganda. CHCC samtökin á Íslandi útvega börnum á skrá hjá CHCC í norður Úganda stuðningsforeldra frá Íslandi. Þau styrkja barn með mánaðarlegu framlagi sem notað er til að útvega barni hreint drykkjarvatn og matarbirgðir fyrir mánuð, það fær heilsufarsskoðun þar sem fylgst er malaría er greind og barnið fær fatnað og skó. Tilgangur og markmið félagsins er ekki einungis að betrumbæta líkamleg heilsu barna, heldur erum við með þá sérstæðu sem hjálparsamtök að mynda tilfinningatengsl milli barns og stuðningsforeldris.
Þetta gerum við til þess að bæta einnig andlega heilsu barnanna því þau finna fyrir umhyggju, ástúð og fyllast bjartsýni og frá framtíðarvon. En það gerum við með reglulegum myndbands samtölum þar sem barnið fær að sjá og kynnast stuðningsforeldri sínu og þess fá stuðningsforeldrar regluleg myndir sendar til þess að fylgjast með framförum barnanna því flest börnin hafa gengið í gegnum mikil áföll á sinni stuttri æfi og svona stuðningur hefur gjörbreytt lífsgæðum barnanna bæði líkamlegri heilsu og andlegri líðan.