Fréttir
23
01
2024

Við fengum dásamlega heimsókn í Hress

Við fengum dásamlega heimsókn í Hress<3
Harpa Björk og Glódís Lea sem við styrktum á Hressleikunum 2023 kíktu í heimsókn til okkar hressar og kátar. Glódís hefur verið í ströngum lyfjagjöfum og biðin eftir að fá þær í heimsókn algjörlega þess virði.
Glódís var heldur betur tilbúin að mæta í Hress og var klár í æfingabuxunum sínum og tók nokkra spretti fyrir okkur í tækjasalnum. Baráttunni er ekki lokið en framhaldið sannarlega á réttri leið. Glódís er einstaklega heillandi krútt með útgeislun sem fer ekki fram hjá neinum ❤
Fengum þessa hjartnæmu þakklætiskveðju frá Hörpu Björk og fjölskyldu til okkar allra sem lögðum okkar að mörkum á Hressleikunum ❤
Hressleikarnir 2023
Elsku Hress félagar og velvildarfólk, okkur fjölskyldunni langar að þakka ykkur fyrir þennan gríðarlega stuðning og auðsýnda samkennd og orku sem einkenndi seinustu Hressleika.
Eins og þið kannski getið ímyndað ykkur hafa seinustu mánuðir verið erfiðir og löng barátta eftir hjá henni elsku Glódísi Leu okkar og okkur sem stöndum henni næst.
Seinasta einn og hálfan mánuðinn hefur hún Glódís Lea verið í lyfjameðferð hér á Íslandi en það er ljóst að við fjölskyldan munum þurfa að fara í það minnsta tvisvar aftur til Svíþjóðar og styðja þar hana Glódís Leu í frekari meðferðum.
Glódísi Leu líður vel og hefur þessi lyfjameðferð sem hún er í núna sem betur fer ekki haft miklar aukaverkanir í för með sér. Með miklu þakklæti og ósk um að komandi ár muni veita ofurhetjunni okkar styrk og heilbrigði.
Kveðjur, Glódís Lea, foreldrar hennar og systur❤️