Fréttir
22
10
2018

YIN YANG ÁSKORUN Í HRESS

VILLTU NÁ JAFNVÆGI?

YIN YANG ÁSKORUN Í HRESS
– Hefst fimmtudaginn 25. otkóber.

Skráning í tímann hér!

Samkvæmt austrænum fræðum hefur líkami mannsins sjö orkustövar sem liggja frá rófubeini upp í hvirfil. YIN YANG ÁSKORUN í HRESS er ferðalag í gegnum orkustöðvarnar.

Fyrsti tíminn YIN YOGA er fimmtudaginn 25. október frá 20:00-21:00 og er tileinkaður hjartastöðinni. Við byrjum fyrsta tímann á 100% hreinu kakói frá Guatemala en Maya indíanar kalla kakóið “blóð hjartans”. Í YIN YOGA tímunum ferðumst við upp orkustöðvarnar. Tíminn 2. nóvember er tileinkaður hálsstöðinni, 9. nóvember þriðja auganu og 16. nóvember hvirfilstöðinni.

YIN tímarnir eru rólegir og lögð er áhersla á YOGA teygjur og GONG slökun.

Annar tíminn YANG YOGA er laugardaginn 27. október frá 11:00-12:15 og er tileinkaður máttarstöðinni. Í YANG YOGA ferðumst við niður orkustöðvarnar. Það er enginn tími 3. nóvember en þá gefum við af okkur á HRESSLEIKUNUM. Tíminn 10. nóvember er tileinkaður tilfinningastöðinni og 17. nóvember rótarstöðinni.

YANG tímarnir eru kraftmiklir þar sem lögð er áhersla á að ögra og styrkja líkamann og hugann.

Laugardaginn 24. nóvember sláum við svo upp allsherjar YIN YANG YOGA veislu! Þar sem við örvum allar orkastöðvarnar með kakói, tónlist, gong slætti og YANG krafti og YIN gleði. Þetta verður tími sem sendir alla HRESSa, góða og slaka inn í jólamánuðinn.

Auk þess að færast nær jafnvæginu geta þeir sem mæta í a.m.k. sjö af átta tímum átt von á glaðningi frá HRESS eða samstarfsaðilum HRESS. Þátttakendur þurfa að passa að renna kortinu sínu í gegnum HRESS hliðið.

ÁSKORUNIN er opin fyrir alla sem eiga kort í HRESS.

Frekari upplýsingar um kakótímann verða birtar á miðvikudagsmorgun. Fylgist með HRESS á Facebook og Yoga í Hress á Facebook til að tryggja ykkur kakóbolla.

Elín Skúladóttir leiðir tímana.

Skráning í tímann hér.