Fréttir
08
10
2023

Yin Yoga námskeið

SKRÁNING Á NÆSTA NÁMSKEIÐ ER HAFIN

Lokað 5 vikna námskeið kennt á mánudögum og miðvikudögum í volgum sal kl. 19:30 (75 mín)

Næsta námskeið hefst 9. október – 8. nóvember!

Yin Yoga stöðurnar eru gerðar nálægt jörðu, sitjandi, liggjandi, og stöðum haldið út frá slökun. Markmiði er að efla orkuflæði líkamans, næra djúpvefi, bein og liðamót.

Yoga stöðunni er haldið í allt að 5 mínútur svo hægt sé að ná til bandvefsins, styrkja hann og styðja. Bandvefurinn er seigur vefur sem er ein helsta undirstaða hreyfifærni líkamans. Bandvefurinn á það til að geyma og halda í spennu, streitu, bólgur og verki sem koma jafnvel frá gömlum áföllum, lífsreynslu og meiðslum. Í öllum Yin Yoga stöðum fer bandvefurinn að gefa eftir, liðamót liðkast og skiljast að, með því eykst blóðflæðið um allan líkaman. Með reglulegri iðkun eykst tengingin og næmnin við líkamann og hans þarfir. Ræktum sjálfsmildi með áherslu á kærleiksríkari nærveru.

Innifalið:
• Ótakmarkaður aðgangur að tækjasal og opnum tímum​
• Einstaklingsmiðuð þjálfun• Öndunaræfingar
• Hugleiðsla
• Nærandi slökun
• Slökunarnudd á hnakka og hálsi, höndum, fótum, notast er við olíur og olíudropa
• Óvæntur glaðningur

Þjálfari námskeiðsins er Helen Long en hún féll fyrir Yoga í fyrsta tíma aðeins 12 ára gömul. Helen öðlaðist Yogakennararéttindi 2020, með 200 tíma RYT námskeiði. Í kjölfarið fór hún í 300 tíma RYT nám hjá Amaryoga. Helen er einnig með réttindi til að kenna Yoga Nidra, Hugleiðslu, Tantra Yoga, Ayrveda fræði og Hata Yoga. Hún er menntaður sjúkraliði, leik og grunnskólakennari, og vinnur sem sérkennslustjóri í leikskóla.

Skráning hér: https://www.sportabler.com/shop/hress/namskeid

Minnum á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja sem endurgreiða námskeiðskostnað.